• Grundvallaröryggi

    Grundvallaröryggi

Grundvallaröryggi

Frá stofnun hefur innblástur Subaru verið viljinn til að veita ökumönnum og farþegum hugarró og ánægju í hverri ökuferð.
Í auglýsingum fyrir Subaru 360 (kom á markað 1958) var meira að segja höfðað til ökumanna með því að leggja áherslu á breitt sjónsvið sem gerir þeim kleift að líta til beggja hliða af öryggi á gatnamótum við járnbrautarteina.
Grundvallaröryggi snýst um að auka öryggi bíla á undirliggjandi hönnunarstigi í stað þess að bæta eiginleikum við síðar.

Léttari akstur og færri slys.

Subaru er fyrirrennari flugvélaframleiðanda og hefur í þeim anda leitast við að framleiða bíla sem lenda ekki í árekstrum með því að sneiða hjá mistökum í stjórnun og dómgreindarskorti. Subaru hlaut í arf hugmyndafræði þar sem öryggið er í fyrirrúmi og leggur því áherslu á grundvallarhönnunina, t.d. yfirborðsfleti og virkni, þannig að hægt sé að skapa hreinlegt, gagnlegt og þægilegt rými þar sem ökumaðurinn getur einbeitt sér að akstrinum án truflana.

Markmiðið eru bílar sem lenda ekki í árekstrum.

Subaru-bílar eru hannaðir þannig að hlutir sem eru um það bil einn metri á hæð sjáist greinilega út um gluggana báðum megin.Þessi hönnun gerir ökumönnum kleift að hafa góðar gætur á börnum og öðru sem kann að vera fyrir á nærliggjandi svæði. Allt sem viðkemur bílnum, allt niður í staðsetningu hliðarspeglanna og lögun þríhyrndu glugganna í hurðunum, er hannað með ákveðinn tilgang í huga.
Verkkunnátta okkar á sviði grundvallaröryggis kemur reyndar fram á ólíklegustu stöðum, til dæmis í akstursstöðunni og sætum sem draga úr þreytu og auðvelda akstur, og jafnvel í rofunum sem eru afar einfaldir í notkun.
Þegar ökumenn geta einbeitt sér að akstrinum í friði er mun minni hætta á slysum. Þess vegna nálgast Subaru bílahönnun með það ofarlega í huga að koma í veg fyrir slys.

Hámarksskyggni við allar aðstæður

Með snemmbúinni greiningu á yfirvofandi hættu má koma í veg fyrir slys. Subaru hefur einbeitt sér að því að draga úr blindsvæðum og bæta skyggni, jafnvel við erfiðar aðstæður eins og akstur í rigningu eða þegar ljós er af skornum skammti.

Takmörkun blindsvæða

Subaru leggur ríka áherslu á hönnun sem takmarkar blindsvæði og veitir framúrskarandi útsýni úr ökumannssætinu.
Breidd hverrar stoðar er takmörkuð þar sem hægt er til að stækka svæði framrúðunnar en tryggja um leið að öryggi farþega skerðist ekki. Rúðuþurrkurnar eru auk þess geymdar utan sjónlínu til að tryggja ökumanninum hámarksútsýni. Lögun yfirbyggingarinnar er einnig hönnuð til að auðvelda ökumanninum að greina stærðir bílsins. Fyrirtaksútsýni og engar hindranir í sjónlínu skilar sér í öruggari akstri.

Sjálfvirk aðalljós

Birtuskynjari kveikir sjálfkrafa á aðalljósunum í ljósaskiptunum sem kemur í veg fyrir að ökumaðurinn gleymi að kveikja ljósin þegar ekið er á kvöldin eða í göngum þar sem algengt er að slys verði. Auk þess að tryggja betra skyggni úr ökumannssætinu gerir það bílinn einnig sýnilegri öðrum. Öryggishugmyndafræði Subaru skapar öruggt umhverfi fyrir ökumann, farþega, aðra bíla og gangandi vegfarendur.

Sjálfvirkur regnskynjari

Skynjari nemur rigningu á framrúðunni og kveikir á rúðuþurrkunum ásamt því að velja tímastillingu þeirra og hraða í samræmi við úrkomumagnið. Þetta auðveldar akstur við aðstæður þar sem ökumaðurinn þarf að einbeita sér að því að stýra og aka í mikilli rigningu, snjókomu eða þegar ástand vegar er slæmt.

Ákjósanleg akstursstaða.

Ákjósanleg akstursstaða sem gerir ökumönnum kleift að hreyfa handleggi og fótleggi eðlilega, dregur úr þreytu og stuðlar að auknu öryggi og þægindum við akstur. Þetta getur líka hjálpað ökumanninum að stýra bílnum af aukinni nákvæmni til að víkja honum frá hættu þegar slys er yfirvofandi.
Stjórnrými Subaru er hannað með stillingum fyrir ökumann til að allir geti fundið ákjósanlega akstursstöðu.

Stilling á ökumannssæti

Ökumannssæti Subaru eru með stillibúnað til að ökumenn af öllum stærðum og gerðum geti fundið sér ákjósanlega akstursstöðu. Rafstillingar til að lyfta, renna og halla sætinu og sætisbakinu gera ökumanninum kleift að stilla sætið í þægilega stöðu. Þægileg akstursstaða dregur úr þreytu þegar ekið er tímunum saman og þetta eykur öryggið að sama skapi.

Aðdráttarstýri með stillanlegum halla

Hægt er að halla stillanlegu stýrinu upp og niður og draga það inn og út. Þetta hjálpar til við nákvæma stýringu og dregur úr hættu á árekstri.

Þægileg sæti

Sætin í Subaru eru hönnuð með þægindi í huga og það skilar sér í minni þreytu við akstur auk þess sem þau deyfa titring frá veginum.Þyngd farþeganna dreifist jafnt yfir stórt yfirborð sætisins.
Þetta skilar sér í þægindum með hæfilegri mýkt en veitir þó góðan stuðning við líkamann til að draga úr þreytu við akstur á langferðum.

Aðgengilegt viðmót

Ökumenn tapa stundum einbeitingu þegar þeir líta á skjá leiðsögukerfisins eða stilla loftkælinguna. Til að koma í veg fyrir þetta hefur Subaru hannað viðmót sem er einfalt í notkun. Eitt dæmi um þetta er staðsetningin á skjá leiðsögukerfisins sem er hönnuð til að ökumaðurinn þurfi ekki að breyta sjónlínunni verulega. Loftkælingarkerfið er með stórum tökkum og rofum til að hægt sé að athuga stöðu þeirra án þess að þurfa að líta af veginum. Stjórnrofar fyrir hljómtæki eru staðsettir í kringum armana á stýrinu til að ökumaðurinn geti breytt stillingum án þess að þurfa að taka hendurnar af stýrinu. Allir þessir hönnunareiginleikar skapa ökumannsrými þar sem ökumaðurinn getur einbeitt sér að veginum fram undan.

Lesa meira

Back to TOP