• Akstursöryggi

    Akstursöryggi

Akstursöryggi

Tæknin sem liggur að baki akstursöryggi Subaru er samhverft aldrifið ásamt einstaklega vel stilltri BOXER-vél Subaru.
Akstursöryggi auðveldar þér að forðast hættu og veitir þér hugarró til að njóta akstursins án þess að hafa áhyggjur af slæmum veðurskilyrðum eða ástandi vegar.
Með því að ná góðum tökum á akstrinum getum við framleitt örugga og áreiðanlega bíla sem bregðast við nákvæmlega eins og ökumaðurinn hefur í hyggju.

Góð tök á mikilvægum þáttum í akstri stuðla að öruggari bílum

Ímyndaðu þér að þú sért að aka á þjóðvegi á rigningardegi. Í mörgum bílum gætirðu fundið fyrir óöryggi vegna yfirborðsvatns. Þetta er vegna þess að vatnið minnkar gripið og hefur áhrif á stýringuna.
Háþróað akstursöryggi Subaru gerir þér kleift að stjórna bílnum nákvæmlega eins og þú ætlar þér og eiga því betri möguleika á að forðast hættur – jafnvel við slæm veðurskilyrði.
Subaru hefur fínstillt alla nauðsynlega starfsemi í bílum – akstur, beygjur og stöðvun – til að þróa bíla með mjög góðan stöðugleika og fyrirsjáanlega stjórnun, jafnvel við verstu aðstæður. Góð tök á mikilvægum þáttum í akstri stuðla að öruggari bílum.

Stöðugleiki og áreiðanleiki

Framúrskarandi spyrna og áreiðanlegir aksturseiginleikar með samhverfa aldrifskerfinu ásamt fjöðrun með afburðastjórnun skila sér í aksturslagi í samræmi við væntingar ökumannsins. Afar sterk og létt yfirbygging auðveldar öruggan akstur og gefur aukna möguleika á að forðast hættur. Aðstoð við að taka af stað í brekku hjálpar einnig til við að draga úr þreytu ökumanns við akstur.

Auðvelt að fylgja réttri slóð

Ímyndaðu þér að geta tekið hála beygju í snjókomu eða rigningu án ófyrirsjáanlegra hreyfinga bílsins, taka beygjuna nákvæmlega eins og ætlunin var og renna snurðulaust út úr henni. Subaru er búinn ýmsum eiginleikum sem gera snurðulausar beygjur að raunhæfum möguleika.

VDC-stöðugleikastýring

VDC-stöðugleikastýring er raftæknilegur búnaður sem kemur í veg fyrir að bíllinn skriki til þegar stöðugleiki minnkar, með því að fylgjast stöðugt með akstursskilyrðum út frá beygjuhorni, vélarhraða, gírskiptingu og stöðu hemlanna. Búnaðurinn stjórnar hemlunum ef bíllinn fer að hegða sér óreglulega og kemur að góðu gagni þegar bíllinn er við það að renna til hliðar í beygjum.

Virk togstýring

Nýr eiginleiki sem færir þig skrefinu lengra í að komast hjá hættum. Í kröppum beygjum beitir VDC-stöðugleikastýringin hemlunum á framhjólið innanvert til að skila drifkrafti í réttu hlutfalli við hjólið utanvert. Beygjur utanverðra hjólbarðanna verða mýkri og það eykur aftur stjórngetuna. Bíllinn bregst áreiðanlega við stýrishreyfingum ökumannsins og það hjálpar til við að sveigja hjá hindrunum eða hættum á veginum þegar nauðsynlegt er.

Hemlunarviðbragð

Hemlunarviðbragð er nátengt öryggi bílsins og getu hans til að komast hjá hættum. Subaru leggur mikla áherslu á hugarró og í því skyni eru hemlarnir hannaðir til að bregðast fljótt við þegar þeim er beitt á nánast hvaða gerð vegar sem er.

Rafstýrð EBD-hemlajöfnun

Rafstýrð EBD-hemlajöfnun er kerfi sem dreifir hemlunaraflinu í réttum hlutföllum milli fram- og afturhjólanna eftir því sem hentar akstursskilyrðunum hverju sinni. Fram- og afturhjólin snúast á mismunandi hraða eftir því hvernig bílnum er ekið og út frá þyngd hans. Kerfið greinir þessar breytingar og dreifir hemlunaraflinu til tiltekinna hjóla eftir akstursskilyrðum til að hemlunin verði áreiðanlegri.

Hemlunarhjálp/hemlunarhnekking

Hemlunarhjálp

Við neyðarhemlunaraðstæður eiga flestir ökumenn í erfiðleikum með að beita fullnægjandi hemlunarþrýstingi, sem oft veldur því að árekstrar verða verri en þeir hefðu annars orðið. Hemlunarhjálpin aðstoðar ökumanninn við að þrýsta á hemlafótstigið til að koma í veg fyrir slíkar aðstæður. Greint er á hve miklum hraða er ýtt á hemlafótstigið og hversu miklum krafti er beitt til þess að ákvarða hvort þörf sé á aðstoð við neyðarhemlun og ef svo reynist vera er hemlunarþrýstingurinn aukinn sjálfkrafa.

Hemlunarhnekking

Ef ökumaðurinn ýtir óvart bæði á eldsneytisgjöfina og hemlafótstigið í einu takmarkar kerfið afköst vélarinnar og beitir hemlunum fyrst og fremst. Þetta kemur að góðu gagni við að forðast slys ef ökumaðurinn ýtir á rangt fótstig.

Lesa meira

Back to TOP