• Árekstraröryggi

    Árekstraröryggi

Árekstraröryggi

Öryggisframmistaða Subaru hefur fengið háar einkunnir í ýmsum öryggismatsáætlunum um heim allan, þar á meðal árekstrarprófunum JNCAP í Japan, IIHS og NHTSA í Bandaríkjunum og Euro NCAP í Evrópu. Allt frá því að Subaru 360 var og hét – þegar árekstraröryggi var enn ekki orðið almennt hugtak í bílaiðnaðinum – hefur Subaru haldið áfram stöðugum rannsóknum og þróun á árekstraröryggistækni sinni.

Tillit tekið til farþega og gangandi vegfarenda.

Ef til árekstrar kemur er yfirbygging bílsins síðasta varnarlínan.
Í því skyni að auka öryggi farþega og gangandi vegfarenda hefur Subaru safnað saman og greint yfirgripsmikil gögn úr margs konar umferðarslysum.
Með því að huga vel að smáatriðum og með þrotlausum rannsóknum á árekstrarprófunum hefur okkur tekist að þróa yfirbyggingu með sérstyrktum hringlaga grindum. Auk þess að vernda farþega er árekstraröryggi Subaru hannað til að vernda gangandi vegfarendur.
Árekstraröryggi Subaru er hugmynd sem varð til upp úr þeirri hugmyndafræði Subaru að gera kröfu um öryggi í hverjum einasta þætti hvers einasta bíls.

Vörn gegn árekstrum.

Allt frá því að Subaru byrjaði að framleiða bíla hefur verið forgangsatriði að leggja áherslu á þróun „öryggistækni“ til varnar gegn árekstrum. Subaru-bílar eru búnir ýmiss konar tækni sem ætlað er að vernda farþega og líf gangandi vegfarenda ef til árekstrar kemur. Hönnun alls sem viðkemur bílnum með það að markmiði að tryggja fyllsta öryggi er hugmyndafræði um árekstraröryggi sem einkennir Subaru og hún er greinileg í búnaði á borð við yfirbyggingu með sérstyrktum hringlaga grindum til verndar gegn árekstrum eða staðsetningu vélarinnar sem ver farþega fyrir höggum við árekstur.

Yfirbygging með sérstyrktum hringlaga grindum

Hjarta alhliða öryggis

Hönnun þessarar yfirbyggingar felur í sér hringlaga grind sem tengir saman A-, B- og C-stoðirnar vinstra og hægra megin gegnum þakið og gólfið, ásamt styrktum hliðargrindum og sílsalistum sem tengja hliðar yfirbyggingarinnar saman og mynda búr sem verndar farþegarýmið í miðjunni. Þessi hönnun virkar mjög vel til að deyfa högg úr hvaða átt sem er ef slys verður.

Framan-/aftanákeyrslur

Samhverf staðsetning samhverfa aldrifsins og BOXER-vélarinnar vernda farþega fyrir höggi með því að nýta alla uppbyggingu undirvagnsins sem svæði sem lagst getur saman ef árekstur verður. Hver íhlutur í farþegarýminu hefur verið hannaður með öryggið í fyrirrúmi og framleiddur úr höggdeyfandi efni til að verja viðkvæman mannslíkamann. Þessa hugmyndafræði má rekja til þeirrar staðreyndar að jafnvel smæstu hlutir geta verið hættulegir ef þeir lenda í þeim mikla krafti sem myndast getur við árekstur. Einnig hafa verið notuð öryggisfótstig og lögun sæta sem dregur úr áverkum af völdum hálshnykks við aftanákeyrslu.

Árekstur frá hlið / á ská, velta

Subaru-bílar eru með sterka hliðarbita í hurðunum báðum megin á bílnum sem verja farþega við hliðarárekstur. Sérstyrktar hringlaga grindur yfirbyggingarinnar gera hana afar sterka og veita góða vörn fyrir allt farþegarýmið ef til áreksturs eða veltu kemur. SRS-loftpúðum í hliðum að framan og SRS-loftpúðatjöldum hefur verið bætt við og höggdeyfandi efni notuð í allt innanrýmið til að verja betur höfuð og líkama farþega í farþegarými sem er allt hannað með það fyrir augum að draga úr höggum af völdum áreksturs.

Vernd gangandi vegfarenda og samhæfi

Eitt af einkennum BOXER-vélarinnar er hversu lágt hún liggur. Þetta gefur kost á plássi undir vélarhlífinni til að deyfa högg ef gangandi vegfarandi lendir ofan á bílnum, þar sem gæti verið mikil hætta á höfuðmeiðslum. Jafnvel lamir og gasdemparar vélarhlífarinnar eru hönnuð til að draga úr höggum og framstuðarinn er byggður þannig að hann dragi í sig orku frá árekstri þar sem stuðarar lenda gjarnan á fótleggjum gangandi vegfarenda. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það hvernig Subaru hefur hannað allt sem viðkemur bílunum með verndun farþeganna í huga, auk þess að stuðla að öryggi gangandi vegfarenda og annarra.

Lesa meira

Back to TOP