• Fyrirbyggjandi öryggi

    Fyrirbyggjandi öryggi

Fyrirbyggjandi öryggi

Subaru þróaði fyrirbyggjandi öryggistæknina EyeSight til að greina hugsanlegar hættur og stuðla að öruggari akstri. EyeSight notast við tvær samtengdar myndavélar til að fylgjast með veginum fram undan og er afrakstur þeirrar verkkunnáttu sem við höfum safnað í sarpinn í meira en aldarfjórðung.
EyeSight var fyrsta kerfið sinnar tegundar sem tekið var í almenna notkun í atvinnubifreiðum.

Greinir hugsanlegar hættur til að stuðla að öruggari akstri

Þótt sjálfvirk hemlakerfi þyki nú hversdagsleg í bílaiðnaðinum hefur Subaru varið meira en aldarfjórðungi í að þróa sitt eigið kerfi.
Saga þess hófst árið 1989 og í gegnum árin hefur tæknin verið fínstillt með stöðugum endurbótum.
EyeSight aðstoðar ökumenn með fleiri augum til að fylgjast með veginum fram undan og greina þegar aðrir bílar, reiðhjól og gangandi vegfarendur geta hugsanlega skapað hættu.
Þegar kerfið ákvarðar að árekstur sé yfirvofandi getur EyeSight beitt hemlunum sjálfkrafa til að draga úr tjóni eða jafnvel afstýrt árekstri með öllu ef aðstæður leyfa.
Auk sjálfvirkrar hemlunarstýringar hefur Subaru þróað fjölmargar aðgerðir sem notast við eiginleika samtengdu myndavélanna. Þar má meðal annars nefna sjálfvirkan hraðastilli, sem gefur möguleika á hraðastjórnun til að draga úr álagi á ökumanninn á þjóðvegum, og LKA-akreinaskynjara, sem veitir stuðning við stýringu og stuðlar að öruggari akstri.
EyeSight frá Subaru hjálpar til við alla þætti í vinnslu ökutækis: akstur, beygjur og stöðvun.

Gerir aksturinn öruggari með framúrskarandi tækni.

Segja má að endanlegt markmið allra bílaframleiðenda sé að koma í veg fyrir slys. Því hefur Subaru þróað samtengdu myndavélarnar og ratsjána í meira en 20 ár til að búa til framúrskarandi öryggistækni á borð við EyeSight. Subaru heldur áfram að þróast í átt að aukinni ánægju og hugarró.

EyeSight

Fleiri augu til að gæta þín.

Subaru leggur ríka áherslu á öryggi ökumanna og það var meginmarkmiðið með þróun EyeSight, þar sem besta leiðin til að tryggja öryggi í akstri er að komast hjá árekstri. Tvær myndavélar sem virka líkt og augu mannsins eru notaðar til að vinna þrívíddarmynd úr umhverfinu. Auk þess að greina aðra bíla getur kerfið einnig greint gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn og ákvarðað fjarlægð frá þeim, lögun þeirra og hraða af nákvæmni. Kerfið getur aðstoðað ökumenn í margs konar akstursaðstæðum, þar með talið við að draga úr tjóni við árekstur eða jafnvel koma í veg fyrir árekstur ef hægt er, draga úr þreytu í lengri akstri eða stöðva hröðun ef ýtt er á rangt fótstig.

Komið í veg fyrir árekstur

Hemlakerfi með árekstraröryggi

Ef hætta er á framanákeyrslu varar það ökumanninn við hættu. Ef ökumaðurinn reynir ekki að komast hjá árekstrinum beitir kerfið hemlunum til að draga úr hraðanum eða hugsanlega stöðva bílinn sjálfkrafa. Ef ökumaðurinn reynir að komast hjá árekstrinum beitir kerfið hemlunum snöggt af hámarkskrafti með aðstoð hemlabúnaðar með árekstraröryggi.

Stjórnun eldsneytisgjafar

Ef ökumaðurinn velur óvart framgír í staðinn fyrir bakkgír þegar bíllinn er kyrrstæður og EyeSight greinir eitthvað fyrir framan bílinn gefur stjórnun eldsneytisgjafar með árekstraröryggi frá sér viðvörun, ljósið blikkar og afköst vélar eru takmörkuð.
Þetta getur hjálpað ökumanninum að forðast árekstur að framan eða draga úr skemmdum.

* Lögun eða sýnileiki veggja eða hluta fyrir framan bílinn getur valdið því að kerfið verði ekki virkt.

Aðstoð við akstur

Sjálfvirkur hraðastillir

EyeSight hefur gerbreytt hugmyndinni um hefðbundinn hraðastilli. Samtengdu myndavélarnar tvær virka samhliða vélar-, gíra- og hemlakerfunum til að tryggja að bíllinn haldist í ákveðinni fjarlægð frá næsta bíl á undan og gera nauðsynlegar breytingar til að halda þeirri fjarlægð. Kerfið kemur sér vel í löngum ökuferðum eða í mikilli umferð, jafnvel þegar stöðva þarf ítrekað.

* Sjálfvirkur hraðastillir er stoðkerfi við akstur sem ætlað er að auðvelda akstur á þjóðvegum eða hraðbrautum. Framangreindur búnaður virkar hugsanlega ekki sem skyldi við tilteknar aðstæður, sem geta m.a. tengst veginum, veðri eða bílnum. Þetta kerfi er ekki með sjálfvirkum aksturseiginleika sem ræður við allar umferðaraðstæður. Ökumenn verða að muna að fara ekki yfir gildandi hámarkshraða.
Hraðasvið sjálfvirka hraðastillisins er mismunandi eftir löndum.

Viðvaranir við sveigjur

Þreyta við akstur getur orðið til þess að ökumaður rási til á akreininni. Þegar kerfið greinir það og bíllinn er á u.þ.b. 60 km/klst. hraða eða meira gefur EyeSight frá sér hljóðviðvörun og gaumljós til að minna ökumanninn á að halda sig innan akreinarinnar. Ökumaðurinn fær einnig viðvörun ef kerfið greinir að bíllinn sé við það að sveigja yfir á næstu akrein þegar ekið er á tilteknum hraða.

Akreinaskynjarar

Akreinaskynjarar hjálpa ökumanninum að komast hjá því að reika óvart út af akreininni. Samtengdu myndavélarnar greina merkingarnar sitt hvorum megin við akreinina þegar ekið er á þjóðvegi eða hraðbraut og gera ökumanni kleift að forðast að aka út af akreininni með því að aðstoða við stýringu.

Bætt sjónsvið

Subaru dregur úr blindsvæðum og notar framúrskarandi tæknibúnað til að ökumaður fái skýra nætursýn. Markmiðið með öryggisbúnaðinum okkar er að koma í veg fyrir slys og auka ánægju og hugarró farþeganna.

Greining Subaru á bílum fyrir aftan

Skynjari aftan á yfirbyggingu bílsins greinir bíla sem nálgast að aftan. LED-ljós á hliðarspeglinum eða viðvörun varar ökumanninn við bíl sem nálgast.

Háljósaaðstoð

Myndavél með einni linsu í framrúðunni greinir birtu að framan og skiptir sjálfkrafa á milli háu og lágu ljósanna til að tryggja skýra og örugga nætursýn.

Aðalljós sem bregðast við stýringu

Aðalljósin vinstra og hægra megin lýsa upp veginn fram undan og ljósás hvors ljóss um sig er stilltur á rétt sjónarhorn til að tryggja gott útsýni. Með því er auðvelt að greina bíl eða gangandi vegfaranda fljótt og örugglega og þar með auka öryggi við akstur í myrkri.

Myndavél að framan

Myndavél að framan

Skjárinn fyrir framhlið ökutækis sýnir myndir á leiðsöguskjánum frá myndavél sem fest er framan á ökutækið.
Þetta birtir blinda bletti fyrir framan bílstjórann á leiðsöguskjánum og veitir aukið öryggi og þægindi.

Hliðarmyndavél

Hliðarmyndavél

Mynd frá hliðarmyndavélinni sem staðsett er á hliðarspeglinum farþegamegin kemur upp á margmiðlunarskjáinn. Þetta hjálpar ökumanninum að fylgjast með aðstæðum farþegamegin að framan, sem vanalega er blindur blettur.

Fyrirvari

Aldrei má aka bílnum með því að reiða sig eingöngu á kerfið sem lýst er hér að framan. Kerfið er hannað til að aðstoða ökumanninn við ákvarðanatöku í akstri og draga úr hættu á slysum eða tjóni. Það er ekki hannað til að koma í veg fyrir að ökumenn missi einbeitingu eða fylgist ekki með veginum fram undan og aki án fyllstu athygli eða kæruleysislega og það er ekki heldur hannað til að veita aðstoð við akstur þegar veðurskilyrði eða skyggni er slæmt. Það er ekki heldur hannað til að koma í veg fyrir árekstur við allar aðstæður. Það er á ábyrgð ökumanna að aka af fyllsta öryggi og þeim ber að fara að öllum umferðarreglum og reglugerðum án tillits til þess að bíllinn sé búinn þessu kerfi. Ökumenn skulu tryggja öruggan akstur, halda öruggri fjarlægð frá næsta bíl á undan, fylgjast með umhverfinu og akstursskilyrðum og beita hemlum og öðrum ráðstöfunum til að halda öruggri akstursfjarlægð. Þegar viðvörun verður virk skulu ökumenn hafa gætur á því sem er fyrir framan og kringum bílinn, stíga á hemlafótstigið og grípa til annarra ráðstafana ef nauðsyn krefur.

Greiningar- og stjórnhæfni kerfisins eru takmörk sett, auk þess sem hér hefur verið greint frá. Ökumenn verða að lesa sér til um hvern eiginleika í notendahandbókinni áður en kerfið er notað og ávallt nota það rétt. Röng notkun getur valdið bilun í stjórnhæfni og slíkt kann að valda slysi.

Þessi myndbönd eru aðeins ætluð sem sýnishorn og raunverulegar tæknilýsingar kunna að vera aðrar.

Ef misræmi er á milli þessara lýsinga (þ.m.t. myndbandanna) og lýsinga í notendahandbókinni skulu lýsingarnar í notendahandbókunum gilda.

Lesa meira

Back to TOP